Brautskráning á vorönn 2023

25 maí 2023

Brautskráning á vorönn 2023

Laugardaginn 27. maí 2023 verður brautskráning frá Menntaskólanum á Ísafirði. Athöfnin fer fram í Ísafjarðarkirkju og hefst kl. 13:00.

Brautskráðir verða 47 nemendur af 13 námsbrautum. Af útskriftarnemum eru 22 dagskólanemendur, 6 dreifnámsnemendur og 19 nemendur í fjarnámi sem eru með Menntaskólann á Ísafirði sem heimaskóla.

Tveir nemendur útskrifast úr grunnnámi háriðngreina og útskrifast jafnframt með diplómu úr förðun, tveir nemendur útskrifast úr grunnnámi rafiðngreina. Þrír nemendur útskrifast úr húsasmíði, einn nemandi útskrifast af lista- og nýsköpunarbraut, tveir nemendur af skipstjórnarbraut B og tveir nemendur útskrifast úr stálsmíðanámi

39 nemendur útskrifast með stúdentspróf. Einn af félagsvísindabraut, 6 af náttúruvísindabraut og þrír af náttúruvísindabraut - afreksíþróttasviði, 19 af opinni stúdentsbraut og tveir af opinni stúdentsbraut - afreksíþróttasviði,
fimm nemendur útskrifast með stúdentspróf af fagbraut og þrír nemendur útskrifast með stúdentspróf af starfsbraut.

Allir eru velkomnir í athöfnina en hún verður einnig í beinu streymi frá Viðburðastofu Vestfjarða. Hér er tengill á beint streymi

Til baka