23 maí 2015
Laugardaginn 23. maí verða 54 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði. Fjórir nemendur ljúka diplómanámi í förðun, fjórir ljúka A námi vélstjórnar, fjórir ljúka prófi í stálsmíði. Þá munu fimm nemendur ljúka sjúkraliðaprófi, þar af eru tveir nemendur sem einnig ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs. Alls verða brautskráðir 39 stúdentar, 16 af félagsfræðabraut, 16 af náttúrufræðibraut, tveir af starfsbraut og fimm með viðbótarnám til stúdentsprófs. Brautskráningarathöfnin verður í Ísafjarðarkirkju og hefst klukkan 13.