Brautskráning í desember 2019

20 des 2019

Brautskráning í desember 2019

Frá vinstri: Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari, Heiðrún Tryggvadóttir áfangastjóri, Gerður Elsabet Sveinsdóttir, Caroline Rós Jóhannesdóttir, Rúnar Ingi Guðmundsson, Birta Guðmundsdóttir, Máni Snær Örvar, Eva Rún Andradóttir, Haukur Rafn Jakobsson, Þuríður Pála Andradóttir, Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari.
Frá vinstri: Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari, Heiðrún Tryggvadóttir áfangastjóri, Gerður Elsabet Sveinsdóttir, Caroline Rós Jóhannesdóttir, Rúnar Ingi Guðmundsson, Birta Guðmundsdóttir, Máni Snær Örvar, Eva Rún Andradóttir, Haukur Rafn Jakobsson, Þuríður Pála Andradóttir, Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari.

Þann 20. desember voru 14 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju. Einn nemandi var útskrifaður með A-réttindi skipstjórnar og einn nemandi lauk sjúkraliðaprófi. Tólf nemendur útskrifuðust með stúdentspróf. Níu af opinni stúdentsbraut, þar af einn af afreksíþróttasviði. Tveir af félagsvísindabraut og einn lauk stúdentsprófi af fagbraut. Í athöfninni voru skírteini afhent, auk þess sem verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur og framfarir í námi. Oliver Rähni nemandi á fyrsta ári lék á píanó í athöfninni. Skólinn óskar öllum útskriftarnemum góðs gengis í framtíðinni og þakkar þeim samstarf og samveru undanfarin ár.

Til baka