Miðvikudaginn 19. desember voru 24 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði. Tveir nemendur útskrifuðust með framhaldsskólapróf af lista- og nýsköpunarbraut, tveir sjúkraliðar voru útskrifaðir, einn nemandi var útskrifaður með A-réttindi skipstjórnar og einn með B-réttindi skipstjórnar. Nítján nemendur útskrifuðust með stúdentspróf af bóknámsbrautum. Einn nemandanna lauk bæði sjúkraliðaprófi og stúdentsprófi. Þá fengu tveir fyrrum nemendur skólans afhent skírteini sín, en þeir voru að útskrifast frá Tækniskóla Íslands Í athöfninni voru skírteini afhent og útskriftarnemar fluttu tónlistaratriði auk þess sem verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur og framfarir í námi. Skólinn óskar öllum útskriftarnemum góðs gengis í framtíðinni og þakkar þeim samstarf og samveru undanfarin ár.
23 des 2018