Eins og kunnugt er hefur ríkt óvissa undanfarið um fyrirkomulag útskriftar fyrir vorönn 2020. Um nokkurt skeið hefur þó legið fyrir að nemendur verða útskrifaðir rafrænt úr Innu þann 23. maí og mun það því engin áhrif hafa á fyrirhugað framhaldsnám.
Nú hefur verið ákveðið, í samráði við nemendur og út frá fjöldatakmörkunum almannavarna og sóttvarnarlæknis, að útskriftarathöfn verði frestað til laugardagsins 6. júní n.k. Eins og áður var fyrirhugað fer útskriftin fram frá Ísafjarðarkirkju kl. 13:00.
Æfing fyrir útskriftarathöfnina verður daginn áður og verður auglýst frekar þegar nær dregur.
Á þessari stundu er ekki vitað hvaða fjöldatakmarkanir munu gilda og því verður ekki hægt að segja til um fyrr en nær dregur hvernig til háttar með gestafjölda í athöfninni. Streymt verður frá athöfninni.
Sóttvarnarlæknir Vestfjarða hefur gefið grænt ljós á dimission útskriftarefna með fororðum um varkárni og minni hópa. Dimission fer fram föstudaginn 15. maí.