18 apr 2009
Þeir félagar Daði Már Guðmundarson og Halldór Smárason lentu í 2. sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna. Flutningur þeirra á laginu Kósýkvöld tókst mjög vel og féll auðsjáanlega í kramið hjá dómnefnd og áheyrendum. Ásamt þeim Daða og Halldóri tóku Smári Alfreðsson og Baldur Sigurlaugsson þátt í flutningnum en þeir léku á blásturshljóðfæri. Þeim er öllum óskað til hamingju með þennan frábæra árangur sem er sá besti sem keppendur frá MÍ hafa náð en framlag skólans lenti í 3. sæti árið 2002. Til gamans má geta þess að hljómborðs- leikari hljómsveitarinnar Bermuda sem sá um undirleik á keppninni er Ingvar Alfreðsson eldri bróðir Smára og fyrrum nemandi skólans.