6 nóv 2020
Úrslit í Smásagnasamkeppni KÍ 2020 hafa verið birtar og þær gleðifréttir borist Menntaskólanum á Ísafirði að sigurvegarinn í flokki framhaldsskólanema er nemandi á 3. ári í MÍ, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir.
Dagbjört Ósk hlýtur verðlaunin fyrir smásögu sína Hver er ég eiginlega? Í umsögn dómnefndar um söguna kemur fram að „Þessi saga er yfirveguð og hörð árás á heimskulegar staðalímyndir sem oft eru framhaldsskólanemum erfiðar''.
Við óskum Dagbjörtu Ósk innilega til hamingju með verðlaunin.
Sagan verður birt í næsta tölublaði Skólavörðunnar, tímariti KÍ.
Nánar um úrslit Smásagnasamkeppni KÍ 2020 er að finna HÉR