Dagskrá fyrstu skóladaga (19., 20., og 21. ágúst)

19 ágú 2020

Dagskrá fyrstu skóladaga (19., 20., og 21. ágúst)

Kæru nemendur 

Skólastarfið þessa dagana er flókið vegna samkomutakmarkana og sóttvarna en við í MÍ hlökkum mikið til skólasamstarfsins í vetur og vonum heitt og innilega að skólastarf geti færst í eðlilegt horf sem allra fyrst.  Mikilvægt er að við séum öll samstíga í þessu stóra verkefni og þess vegna áréttum við hér dagskrá næstu daga. Allir nemendur hafa fengið tölvupóst með nánari upplýsingum. 

Miðvikudaginn 19. ágúst var hraðstundatafla á dagskrá. Hún verður ekki.

  • Nemendur sem eru nýir í skólanum eða að hefja aftur nám geta aftur á móti mætt í Gryfjuna (á neðri hæð bóknámshússins) kl. 11:00 og fengið aðstoð með Innu, Moodle og Office 365.

Fimmtudag 20. ágúst og föstudag 21. ágúst 

  • Öll kennsla eldri bóknámsnemenda í fjarnámi
  • Nýnemar mæta skv. stundatöflu
  • Verknámsnemendur mæta skv. stundatöflu, eldri verknámsnemendur eru í fjarnámi í bóknámsáföngum en mæta í verklega tíma
  • Nemendur á starfsbraut mæta skv. stundatöflu

Nemendur þurfa að virða 1 m regluna og mikilvægt er að huga að sóttvörnum.  

Á föstudaginn verða sendar út upplýsingar um hvernig skipulag næstu viku verður. Allir nemendur munu þá mæta eitthvað í kennslustofur en kennslan verður líka að einhverju leyti í fjarnámi. Hvað það ástand mun vara lengi fer alfarið eftir þeim samkomutakmörkunum sem í gildi eru hverju sinni en við munum gera okkar besta til að skipuleggja skólastarfið þannig að þið getið mætt sem mest.

 

Á heimasíðu skólans er síðan sérstakur flipi sem heitir VIÐBRÖGÐ VEGNA COVID og þar má finna ýmislegt gagnlegt, https://misa.is/vidbrogd_vegna_covid-19/

 

Ef eitthvað er óljóst þá endilega sendið okkur tölvupóst á misa@misa.is eða hafið samband í síma 450 4400.

Til baka