13 jún 2017
Dagur framhaldsfræðsluaðila á Vestfjörðum verður haldinn 14. júní kl. 16-18 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Menntaskólinn á Ísafirði mun kynna námsframboð sitt þar ásamt helstu fræðsluaðilum á Vestfjörðum. Á kynningunni er áhersla lögð á nám sem hægt er að sækja í fjarnámi, á framhaldsskólastigi, háskólastigi, fullorðinsfræðslu og raunfærnimat. Sérstök áhersla er lögð á að kynna nám á heilbrigðissviði. Allir eru velkomnir.