Dagur íslenskrar tungu

15 nóv 2024

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert. Í ár ber hann upp á laugardegi og nemendur og starfsfólk tóku því forskot á sæluna og fögnuðu deginum í dag. Vaida Braziunaité er kennari í íslensku sem öðru máli og stóðu hún og nemendur hennar fyrir skemmtilegu innslagi um tungumálið. Nemendur kynntu sín móðurmál og fengu viðstaddir m.a. að læra að segja góðan daginn á arabísku, telja upp á tíu á tékknesku, segja bless á tælensku, blóta á pólsku og hlusta á tungubrjót á ungversku.

Til baka