Eldað á frönsku

10 mar 2025

Eldað á frönsku

Nemendur í frönsku hafa verið að vinna verkefni La cuisine française en français, eða franska eldhúsið á frönsku, þar sem þau læra um franska matargerð, m.a. með því að elda saman. Á dögunum kom hópurinn saman í heimilisfræðistofu Grunnskólans í Bolungarvík til að elda á franska vísu og að sjálfsögðu var fenginn franskur leiðbeinandi. Soazic Dagal kenndi nemendum að elda mimósuegg, fyllta tómata og franska súkkulaðiköku. Ekki er að sjá annað en að nemendur hafi notið þess að elda og borða saman.

Til baka