Um er að ræða HP G6060EA Notebook PC með AMD Athlon 64 X2 TK57, 2 Gb minni, DVD 2 hliða skrifara, vefmyndavél og hljóðnema. Nánari upplýsingar um tölvurnar er að finna hér.
Hafist verður handa við að afhenda fartölvur til nemenda eftir helgina, þ.e. mánudaginn 18. ágúst. Til að fá afhenta tölvu þurfa nemendur að undirrita samning við skólann og inna af hendi greiðslu annarinnar, kr. 10.000,-
Í ljósi vel heppnaðs útboðs hefur verið fallið frá því að skólinn leigi tölvur af þeim nemendum sem kjósa að vera með sínar eigin fartölvur. Þeir munu hinsvegar fá alla nauðsynlega þjónustu við tölvur sínar frá skólanum, sér að kostnaðarlausu. Þessir nemendur munu þurfa að koma með tölvurnar til skráningar á skrifstofu skólans svo þeir fái aðgang að neti skólans og þjónustu. Byrjað verður að taka við tölvum nemenda í þessu skyni eftir klukkan 13:00 miðvikudaginn 20. ágúst og munu nemendur jafnframt undirrita samning við skólann um aðganginn.