29 okt 2018
Á kvennafrídaginn, 24. október s.l., var haldinn stofnfundur Feministafélags Menntaskólans á Ísafirði. Um 20 manns mættu á fundinn og tóku 15 af þeim þátt í stjórnarkosningu og teljast þar með stofnmeðlimir félagsins. Í stjórn voru kosin þau Andri Fannar Sóleyjarson, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, Eyþór Smári Sigurðsson Ringsted, Ína Guðrún Gísladóttir og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. Var stjórnin kosin til eins árs. Á fundinum var samþykkt ályktun um að ennþá væri langt í land í jafnréttismálum innan veggja skólans og sett voru markmið sem stjórnin, ásamt félagsmeðlimum, munu vinna að í sameiningu.