19 apr 2010
Dagana 17. - 19. mars sl. tóku nemendur í málm- og húsasmíði þátt í Íslandsmóti iðnnema í Reykjavík. Einnig var farið í heimsókn í skóla og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Alls fóru 15 nemendur í ferðina ásamt kennurum sínum þeim Tryggva Sigtryggssyni og Þresti Jóhannessyni. Þeir Andri Guðnýjarson og Bjarni Kristinn Guðjónsson kepptu í húsasmíði og Daníel Snær Bergsson, Óskar Þórisson og Ólafur Njáll Jakobsson kepptu í suðu. Myndir og ítarlegri frásögn af ferðinni er að finna hér.