Finnlandsferð

3 okt 2024

Finnlandsferð

1 af 3

Tíu nemendur á Lista- og nýsköpunarbraut Menntaskólans á Ísafirði héldu til Finnlands í byrjun vikunnar ásamt kennurunum sínum þeim Ólöfu Dómhildi og Andreu. Ferðin er hluti af Erasmus plús verkefnum skólans og stendur yfir í 5 daga. Í ferðinni hafa þau m.a. heimsótt Herttoniemen Yhteiskoulu framhaldsskólann í Helsinki, Haltia náttúrusafnið og Noux þjóðgarðinn. EInnig stendur til að fara að sjá íslensk leikverk á finnsku, baka, fara í saunu og margt fleira. Yfirskrift ferðarinnar er List og náttúra og endurspeglast það í dagskrá ferðarinnar og þeim verkefnum sem nemendur taka sér fyrir hendur á meðan þau eru í Finnlandi.  

Til baka