28 feb 2024
Það voru afar fjölbreyttar og skemmtilegar smiðjur sem nemendum var boðið upp á á Gróskudögum í ár. Má þar nefna sjósund, karíóki, brauðtertugerð, legó, sushi, klifur, prjón, jóga, búningagerð, kleinubakstur og margt margt fleira. Viljum við þakka starfsfólki fyrir vel heppnaðar smiðjur og nemendum fyrir góða og virka þátttöku. Það er alltaf jafn skemmtilegt að brjóta upp skólastarfið og fást við eitthvað annað en hinar hefðbundnu námsgreinar af og til og virtust allir skemmta sér vel. Meðfylgjandi myndir sína brot af því sem fram fór.