Flutningur í Menntaský 25.-28. febrúar 2022

22 feb 2022

Flutningur í Menntaský 25.-28. febrúar 2022

Föstudaginn 25. febrúar mun Menntaskólinn á Ísafirði flytja Microsoft skýjageira sinn yfir í Menntaskýið. Menntaskýið er verkefni á vegum íslenska ríkisins þar sem Microsoft hugbúnaður er sameinaður í eina miðlæga einingu.

Innleiðing á þessu verkefni hefst kl. 15:00 föstudaginn 25. febrúar og verður lokið mánudag 28. febrúar.

 

NOTENDUR ATHUGIÐ:

Föstudaginn 25. febrúar klukkan 15:00 verður lokað á innskráningar notenda á MÍ aðganga svo mikilvægt er að þið takið afrit af öllum upplýsingum og/eða gögnum á tölvuna ykkar ef þið þurfið að komast í þau yfir helgina.

Opnað verður aftur fyrir innskráningar á laugardaginn kl. 12:00 (mögulega fyrr).

Þegar þið skráið ykkur inn í Menntaskýið í fyrsta skipti þarf að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum: 

Flutningur í Menntaský-Leiðbeiningar-OneDrive-Windows-Mac-MFA

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum með að skrá ykkur inn í Teams/Outlook o.s.frv. getið þið notað vefútgáfurnar af forritunum á www.office.com

Gögn úr Forms eyðublaðaforritinu og Sway kynningaforritinu þurfa notendur að flytja sjálfir fyrir föstudaginn 25. febrúar kl. 15:00 (annars eyðast þessar upplýsingar síðar meir).

Vinsamlega kynnið ykkur hvernig það er gert í eftirfarandi leiðbeiningum:

Frekari aðstoð vegna aðstoð við Forms, Sway eða Stream veitir Snerpa í síma 520 4000 eða tölvupósti firma@snerpa.is  til föstudagsins 25. febrúar kl. 12:00.

Einnig verður virkjuð tveggja þátta auðkenning notenda yfir helgina, sjá nánar í ofangreindum leiðbeiningum.

Mikilvæg forvinna er að allir notendur (bæði kennarar og nemendur) prófi um helgina að innskrá sig inn á Menntaskýið. Þannig er hægt að lágmarka fjölda þeirra notenda sem þarf að veita notendaaðstoð.

Starfsmenn Snerpu munu sinna notendaaðstoð mánudaginn 28. febrúar á bókasafni Menntaskólans á Ísafirði frá klukkan 8:00-16:00 og aðstoða þá notendur sem þurfa þess.

Það er von okkar að verkefnið gangi vel og þar er forvinna notenda mikilvæg.

Ítarlegri leiðbeiningar má finna inn á vefsíðu Menntaskýsins  

Til baka