Fokk ME-Fokk You- fræðsla í MÍ

31 mar 2025

Fokk ME-Fokk You- fræðsla í MÍ

1 af 4

Í dag fengum við góða gesti þau Kára Sigurðsson og Andreu Marel Þorsteinsdóttur sem voru með fræðslu Fokk ME-Fokk You. Þessi fræðsla er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum, auk þeirra sem starfa með unglingum.

Í erindinu fjölluðu Kári og Andrea um sjálfsmyndina með það að markmiði að vekja nemendur til umhugsunar um hvað það er sem hefur áhrif á okkur frá degi til dags, um mikilvægi þess að sýna hvert öðru virðingu og að virða mörk annarra. Einnig ræddu þau um áhrif fjölmiðla og samskiptamiðla og um kynferðislega áreitni og stafrænt kynferðisofbeldi, m.a. með því að sýna raunveruleg dæmi úr veruleika unglinga.

Kári Sigurðsson hefur starfað sem verkefnastjóri forvarna hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og fór fyrir Flotanum – flakkandi félagsmiðstöð í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Andrea Marel Þorsteinsdóttir er deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg og hefur víðtæka reynslu af því að vinna með ungmennum. Hafa þau farið um landið með þessa fræðslu inn í fjölmargar félagsmiðstöðvar, grunnskóla, framhaldsskóla o.fl.

Fokk ME-Fokk You fræðslan verður einnig í boði í dag 31. mars kl. 17:30 í MÍ fyrir foreldra/forsjáraðila nemenda MÍ, Grunnskólans á Ísafirði og Grunnskóla Bolungarvíkur og fer hún fram í fyrirlestrarsalnum. Stóðu skólarnir sameiginlega að því að bjóða upp á þessa fræðslu og hvetjum við foreldra/forsjáraðila til að mæta.

Facebook-síða Fokk ME-Fokk You

Viljum benda á Sjúkt spjall, sem er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni yngri en 25 ára til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

Til baka