Foreldrafundur

30 ágú 2012

Foreldrafundur

Fundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema var haldinn þann 27. ágúst s.l. Á fundinum sem var mjög vel sóttur, fór skólameistari yfir mikilvægi samstarfs heimilis og skóla. Námsráðgjafara kynntu starfsemi sína og umsjónarkennarar nýnema kynntu sig. Aðstoðarskólameistari kynnti uppbyggingu náms við skólann og sýndi viðstöddum notkun á nemendaumsjónarkerfinu INNU og námsvefnum MOODLE. Fulltrúar úr nemendaráði komu einnig á fundinn, kynntu sig og sögðu frá félagslífinu við skólann. Að lokum komu frá VáVest þeir Hlynur Hafberg Snorrason og Helgi Kr. Sigmundsson. Þeir fjölluðu um skaðsemi maríjúana og annarra skyldra efni. Myndir frá fundinum eru hér til vinstri á síðunni.

Til baka