Setning Vísindadaga - Júlía Björnsdóttir og Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari
Nemendur hlýða á kynningar frá rannsóknarsamfélagi Vestfjarða
Ávaxtahlaðborð
Kynningar á dönsku - Þemað var Færeyjar
Frönsk menning - ljóð leiklesið
Opnir tímar í verknámshúsi
Opnir tímar í verknámshúsi
Veggspjaldakynningar á ljóðskáldum 20. aldar
Náttúruvísindi - heimsmarkmið SÞ
Nemendur í ritlist flytja frumsamið ljóð
Nemendur í ritlist flytja frumsamið ljóð
Teiknimyndaveggspjöld í Íslandssögu skoðuð
Margar kynningar í gangi í félagsfræði
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir sviðsstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar kynnir starfsemina
Anja Nickel kynnir rannsóknir á ferðum þorskseiða
Frá veggspjaldakynningum meistaranema í Háskólasetri Vestfjarða
Frá veggspjaldakynningum meistaranema í Háskólasetri Vestfjarða
Frá veggspjaldakynningum meistaranema í Háskólasetri Vestfjarða
Meistaranemar frá Háskólasetri Vestfjarða
Dómnefndin að störfum
Tæknimálin í góðum höndum
Elín ritari með alla þræði í hendi sér
Ragnheiður Fossdal kynnir niðurstöður í vísindsgetraun - nefndin fylgist með (Einar, Júlía og Jóhann)
Í verknámshúsi
Margt um manninn á kynningu hársnyrtigreina
Sýrlenskir nemendur kynna heimaland sitt
Írakskir nemendur kynna heimaland sitt
Mismunandi litanir og hárgreiðslur - hársnyrtibraut
Retró kynning í félagsfræði
Vinnustofa í sjávarbyggðafræði
Vísindadagar 2019 voru haldnir 13. og 14. nóvember s.l. Í stað hefðbundinnar kennslu þess daga var fjölbreytt dagskrá í boði. Nemendur kynntu ýmis verkefni sem þeir hafa verið að fást við á önninn, fyrir samnemendum og starfsfólki skólans. Einnig komu góðir gestir í skólann frá rannsóknarsamfélagi Vestfjarða og kynntu rannsóknir og vísindastörf af ýmsum toga. Þátttaka nemenda var mjög góð og skemmtilegt og fræðandi var að fylgjast með kynningum nemenda sem og með kynningum frá rannsóknarsamfélaginu. Í lok Vísindadaga voru veitt verðlaun fyrir áhugaverðar kynningingar og vísindagetraun. Vísindadaganefnd sem skipuð var kennurunum Einari Þór, Júliu og Jóhanni fær kærar þakkir fyrir góðan undirbúning. Einnig er þátttakendum frá rannsóknarsamfélagi Vestfjarða þakkað kærlega fyrir sitt framlag og vonandi mun samstarf halda áfram við skólann á þessum vettvangi. Síðast en ekki síst fá allir nemendur skólans kærar þakkir fyrir góða og virka þátttöku í Vísindadögum.