Fræðslufyrirlestur Helenu Jónsdóttur sálfræðings fyrir nemendur MÍ:
Hættum að fresta með aðferðum HAM
Fyrirlestrinum verður streymt til nemenda fimmtudaginn 26. mars kl. 10.10. Hvetjum nemendur MÍ til að mæta. Nemendur fá sendar frekari upplýsingar í tölvupósti.
Nú þegar nemendur í menntaskólum vinna heiman frá sér í fjarnámi reynir á aga og skipulag sem aldrei fyrr. Og þá geta kvíði, frestunarárátta eða rík tilhneiging til frestunar verið okkur mikil hindrun í að ná árangri. Á þessum fræðslufyrirlestri fá nemendur fræðslu um einkenni og afleiðingar frestunaráráttu auk þess sem þátttakendur fræðast um áhrifaríkar leiðir til að takast á við kvíða og frestunaráráttu með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM).
Hugræn atferlismeðferð er áhrifarík og gagnreynd sálfræðinálgun þar sem við lærum að takast á við erfiðar tilfinningar á borð við kvíða, reiði og depurð með lausnamiðuðum aðferðum sem allir geta lært að nota í daglegu lífi.
Helena Jónsdóttir er klínískur sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð kvíða, streitu, og þunglyndis með aðferðum HAM. Helena starfaði um árabil sem sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni og á eigin stofu og hefur hún síðasta árið sinnt klínískri vinnu á eigin stofu á Ísafirði ásamt því að halda vinsæl námskeið og fyrirlestra víðsvegar á Vestfjörðum.