Frakklandsferð - Evrópa unga fólksins

23 mar 2013

Frakklandsferð - Evrópa unga fólksins

Þann 4. apríl munu 30 nemendur úr Menntaskólanum á Ísafirði halda til Frakklands á vegum Evrópu unga fólksins, en skólinn fékk styrk frá samtökunum í verkefnið „Umgengi við náttúruna“. Þetta er í fimmta sinn sem nemendur frá MÍ fara til samstarfsskóla síns, St. Marie du Port í strandbænum Les Sables d‘Olonne. Verkefnisstjóri er sem fyrr Hrafnhildur Hafberg. Í verkefninu leitast ungmennin við að svara spurningum er tengjast umgengi þeirra við náttúruna, allt frá venjulegum degi á eigin heimili að umhverfisstefnu bæjarfélagsins. Þau munu vinna skýrslu um verkefnið og verður áhugavert að sjá hvort íslensk og frönsk ungmenni hafi mismunandi á umgengi við náttúruna.


Verkefnið er bæði þroskandi og skemmtilegt og hafa ungmenni frá fyrri árum eignast góða vini handan Atlantsála. Nemendur munu að venju dvelja hjá frönskum félögum sínum sem sóttu okkur heim í október á síðasta ári. Á leiðinni heim verður svo stoppað í París í 3 nætur og helstu kennileiti heimsborgarinnar barin augum. Heimkoma er 14. apríl.

Til baka