23 mar 2013
Þann 4. apríl munu 30 nemendur úr Menntaskólanum á Ísafirði halda til Frakklands á vegum Evrópu unga fólksins, en skólinn fékk styrk frá samtökunum í verkefnið „Umgengi við náttúruna“. Þetta er í fimmta sinn sem nemendur frá MÍ fara til samstarfsskóla síns, St. Marie du Port í strandbænum Les Sables d‘Olonne. Verkefnisstjóri er sem fyrr Hrafnhildur Hafberg. Í verkefninu leitast ungmennin við að svara spurningum er tengjast umgengi þeirra við náttúruna, allt frá venjulegum degi á eigin heimili að umhverfisstefnu bæjarfélagsins. Þau munu vinna skýrslu um verkefnið og verður áhugavert að sjá hvort íslensk og frönsk ungmenni hafi mismunandi á umgengi við náttúruna.