Framboðsfundur og skuggakosningar

12 nóv 2024

Framboðsfundur og skuggakosningar

1 af 2

Þessa dagana stendur yfir lýðræðisvika í flestum framhaldsskólum landsins. Kennarar eru hvattir til að leggja fyrir lýðræðistengd verkefni í tímum, hvetja nemendur til þess að svara spurningum kosningavitans og stuðla að  stjórnmálaumræðu í tímum. Í gær, mánudaginn 11 nóvember mættu fulltrúar allra flokka sem bjóða fram í alþingiskosningum á framboðsfund sem nemendafélag MÍ stóð fyrir. Fundurinn fór fram í gryfjunni og voru það Jón Gunnar gjaldkeri NMÍ og Sæunn Lív menningarviti NMÍ sem stýrðu fundi. Eftir stutta framsögu frá öllum frambjóðendum voru teknar fyrir spurningar úr sal. 

Lýðræðisvikan endar á skuggakosningum þann 21. nóvember. Á kjörskrá skuggakosninga eru allir nemendur í dagskóla sem fæddir eru 26. september 2003 og síðar. Nánar er hægt að fræðast um lýðræðisvikuna og skuggakosningar á síðunni www.egkys.is.

Til baka