Fréttavefur nemenda í félagsvísindum

16 des 2024

Fréttavefur nemenda í félagsvísindum

Nemendur í félagsvísindum opnuðu á dögunum fréttavef undir nafninu Vestur Vísir. Vefurinn er verkefni í áfanga sem Björg Sveinbjörnsdóttir kennir og nefnist inngangur að félagsvísindum. Fréttavefurinn var sameiginlegt verkefni allra nemenda og í upphafi þess þurfti  hver og einn nemandi að sækja um starf hjá vefnum. Ýmis störf komu til greina, s.s. við að skrifa fréttir, taka viðtöl, vinna fréttaskýringar, ritstjórn og vefstjórn. Nemendurnir unnu svo hver sitt hlutverk og útkoman var metnaðarfullur fréttavefur með margs konar fróðleik og áhugaverðu efni. Óhætt er að mæla með lestri vefsins, þar kemur m.a. fram að aðstandendur hans leggi áherslu á áreiðanlegar fréttir og heiðarlega umfjöllun þar sem fjölmiðlalæsi verður æ mikilvægara í heimi mikillar upplýsingaóreiðu.  

Vefinn má nálgast hér:  https://vesturvisir.wixsite.com/vesturvisir

Til baka