24 mar 2025
Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi Sólrisuleikrit ársins 2025 síðastliðið föstudagskvöld fyrir fullu húsi í sal Edinborgarhússins. Að þessu sinni varð fyrir valinu rokksöngleikurinn sívinsæli Grease og er leikstjórn í höndum Birgittu Birgisdóttur. Mikil vinna liggur að baki uppsetningunni sem er hin glæsilegasta og hafa um 60 nemendur lagt hönd á plóg við hin ýmsu verkefni tengt sýningunni. Þar á meðal eru leikarar, hljómsveit, sviðsmenn, búningadeild, markaðsnefnd og tæknifólk svo eitthvað sé nefnt. Það er óhætt að mæla með að fólk skelli sér í leikhús og njóti afrakstursins hjá okkar hæfileikaríku nemendum. Alls verða sýndar 10 sýningar og miðasala fer fram á tix.is.