27 feb 2008
Söngleikurinn Rocky Horror Picture Show verður frumsýndur á föstudagskvöld við upphaf Sólrisuvikunnar. Að sögn leiksjtórans Hrafnhildar Hafberg hafa æfingar og undirbúningur gengið vel. Nemendur í trésmíði og stálsmíði hafa unnið hörðum höndum að því að koma upp veglegri leikmynd í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þar sem verkið verður sýnt. Þess má geta að söngleikurinn er færður á svið í samstarfi við Loftkastalann sem á sýningaréttinn að verkinu.
Frumsýningin verður sem fyrr segir á föstudaginn og hefst sýningin kl. 20:00. Sex sýningar eru áætlaðar meðan á Sólrisuhátíðinni stendur og þrjár til viðbótar í skíðavikunni. Frekari upplýsingar um sýningartíma má finna á heimasíðu Edinborgarhússins.
Miðaverð er 2.200 krónur fyrir félaga í Nemendafélagi skólans, eldri borgara og börn, en 2.500 fyrir óbreytta. Miðapantanir fara fram í síma 450-5555.
HH