Fundur vegna félagsaðstöðu fyrir ungt fólk

17 jan 2025

Fundur vegna félagsaðstöðu fyrir ungt fólk

Í dag kom æskulýðsfulltrúi Ísafjarðarbæjar, Dagný Finnbjörnsdóttir, í heimsókn og ræddi við hóp nemenda úr Ísafjarðarbæ um félagslíf og tómstundaiðkun. Ýmsar hugmyndir um hvernig væri hægt að efla félagslíf ungs fólks á svæðinu komu fram og fór Dagný vel nestuð af fundinum. Nemendahópurinn var nokkurs konar þverskurður af nemendum MÍ hvað varðar aldur, kyn, búsetu, námsbrautir og bakgrunn. Á skólafundi 9. nóvember sl. var ályktað um að skora á Ísafjarðarbæ og önnur sveitarfélögum við Djúp að koma á fót ungmennahúsi eða félagsmiðstöð fyrir fólk á framhaldsskólaaldri og var þessi fundur viðbragð Ísafjarðarbæjar við þeirri áskorun. Við þökkum Dagnýju kærlega fyrir komuna og vonumst til að skilaboð og hugmyndir nemenda komist alla leið í framkvæmd.

Til baka