Fyrirkomulag vikunnar, 31.ágúst til 4. september

30 ágú 2020

Fyrirkomulag vikunnar, 31.ágúst til 4. september

Í þessari viku verður áfram kennt samkvæmt stundatöflu. Allir nemendur hafa fengið tölvupóst um fyrirkomulag vikunnar. 

Rétt stofunúmer er nú að finna í öllum stundatöflum nemenda í Innu og verður því ekki gefin út sérstök stofutafla fyrir vikuna. 

Nú er bara áfram gakk og við þurfum að standa okkur jafn vel í þessari viku og í síðustu viku. Við höldum áfram með sömu viðmið þar sem áhersla er á að spritta sig þegar komið er inn á nýtt svæði, 1 metra fjarlægðartakmörk og engar hópmyndanir, hvorki í Gryfjunni né annars staðar.

Við þökkum öllum nemendum og starfsfólki fyrir góða samvinnu við að halda úti öflugu skólastarfi með öllum þeim sóttvarnarráðstöfunum sem þarf til að halda skólanum opnum.

 

Til baka