30 ágú 2022
Í gær var úthlutað 40 styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands. Ein styrkhafa er Rán Kjartansdóttir en Rán útskrifaðist frá MÍ í desember 2021 og var dúx skólans. Styrkir úr sjóðnum eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentspróf og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum. Meðfram námi í MÍ stundaði Rán dansnám hjá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði og tók þá m.a. þátt í norrænum og evrópskum dansverkefnum. Í MÍ tók hún enn fremur þátt í leiklistarstarfi nemendafélagsins og þá á Rán að baki bæði þverflautu- og píanónám. Rán hefur innritast í nám í líffræði við Háskóla Íslands og MÍ óskar henni alls hins besta í framtíðinni.