Í dag var tilkynnt um samkomubann og lokun framhaldsskóla í 4 vikur.
Mikilvægt er að bæði nemendur og foreldrar og forráðamenn séu meðvitaðir um að nám og kennsla heldur áfram þótt skólanum verði lokað. Nám og kennsla mun nú alfarið færast inn á kennsluvefinn Moodle, sem bæði dagskólanemendur og fjarnemendur eru vanir að nota. Þangað fer allt efni frá kennurum. Kennarar verða í sambandi við sína nemendur í gegnum Moodle. Nemendur mega eiga von á því að kennarar óski eftir að þeir séu tiltækir, t.d. á fjarfund eða í umræður, eftir því sem stundatafla þeirra segir til um. Því er mikilvægt að nemendur fylgist mjög vel með fyrirmælum kennara á Moodle.
Verknám: Kennsla í verknámsáföngum fellur niður á meðan á lokun stendur. Ef breytingar verða fá nemendur tölvupóst þar um. Kennsla í fagbóklegum áföngum færist alfarið inn á Moodle.
Starfsbraut: Haft verður samband við foreldra og forráðamenn símleiðis seinna í dag.
Heimavist: Málefni heimavistar eru í skoðun og heimavistarbúar munu fá frekari upplýsingar seinna í dag.
Allar aðgerðir munu miðast við að annarlok verði samkvæmt skóladagatali.
Nýjar upplýsingar verða settar á heimasíðuna eftir því sem þurfa þykir.
Frekari upplýsingar gefa Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari, jon@misa.is og Heiðrún Tryggvadóttir aðstoðarskólameistari, heidrun@misa.is