Geimverur á bókasöfnum

12 nóv 2018

Geimverur á bókasöfnum

Föstudaginn 16. nóvember n.k. er dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni verður sameiginleg dagskrá sem nefnist Geimverur á bókasöfnum á bókasafni skólans, Bókasafni Ísafjarðar og Bókasafni Grunnskólans á Ísafirði.

Dagskráin hefst á bókasafni Grunnskólans á Ísafirði kl. 15:00 en þar verður opið hús, upplestur og boðið upp á léttar veitingar. Því næst verður í boði dagskrá á bókasafni MÍ kl. 16:00. Þar verður sömuleiðis opið hús, upplestur og veitingar. Dagskránni lýkur síðan á Bókasafni Ísafjarðar en milli kl. 17:00-18:00 mun Sævar Helgi Bragason ræða um leitina að lífi í geimnum og velta upp spurningunni: Eru til aðrar geimverur?

Þeir sem mæta á öll söfn geta safnað stimplum á geimverukort og eiga þar með möguleika á bókavinningi. Nemendur MÍ sem og aðrir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta á þessa skemmtilegu dagskrá.

Til baka