7 mar 2025
Gróskudagar eru alltaf kærkomnir og nemendur ánægðir að fá þetta uppbrot á hefðbundnu skólastarfi sem stendyr yfir í tvö daga. Um 30 fjölbreyttar smiðjur voru á dagskrá og voru þær staðsettar bæði í skólanum og víðar í bænum, innanhúss sem utan. Í boði var útvist og útíþróttir, borðspil og púsl, matreiðsla og bakstur, ýmsar inniíþróttir og hreyfing auk föndurs og hannyrða svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig voru saumaðir búningunar og búin til leikmynd fyrir Grease, leiksýningu NMÍ, sem verður frumsýnd 22 mars. Nemendur máttu velja sér samtals sex smiðjur, þrjár hvorn dag. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var mikil gleði og gaman, bæði hjá nemendum og starfsfólki.
Viljum þakka nemendum okkar fyrir mjög góða og skemmtilega gróskudaga.