Grease - miðasala opnar í dag kl.12

14 mar 2025

Grease - miðasala opnar í dag kl.12

Sólrisuleikrit Menntaskólans á Ísafirði er ein af þessum gömlu og góðu hefðum skólans. Í ár varð hinn vinsæli söngleikur Grease fyrir valinu hjá leikfélaginu. Öll sem koma að leiksýningunni hafa lagt hart að sér síðustu vikurnar og eru þau mjög spennt að sýna bæjarbúum afraksturinn.

Frumsýning verður 22.mars kl. 20:00 og er sýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Leikstjóri er Birgitta Birgisdóttir. 

Miðasala hefst í dag föstudaginn 14.mars klukkan 12:00 og fer fram á tix.is 

Sjá einnig viðburð á Facebook.

Til baka