Gróskudagar - skráning og kynning

23 feb 2023

Gróskudagar - skráning og kynning

Kæru nemendur

Gróskudagar verða í skólanum í næstu viku, þriðjudaginn 28. febrúar og miðvikudaginn 1. mars.

Þá verður óhefðbundið skólastarf og boðið verður upp á þrjár smiðjur hvorn daginn sem kennarar og starfsfólk skólans hafa umsjón með.

Smiðjur verða á þessum tímum: 

09:00 - 10:15
10:45 - 12:00
13:00 - 14:15

Þið þurfið að velja ykkur 6 smiðjur og farið á meðfylgjandi hlekk á signupgenius.com til þess.

Skráning hér

Athugið að velja aðeins eina smiðju á hverjum tímapunkti. Smiðjurnar geta verið í skólanum, í Stöðinni, í Edinborgarhúsinu og á fleiri stöðum, staðsetning kemur fram á skráningarforminu sem og umsjónarfólk smiðja. Mikilvægt er að vera mætt í smiðjuna á réttum tíma.

Í fyrstu smiðju á þriðjudag munuð þið fá afhent skráningarblað til að hægt sé að merkja við mætingu í smiðjunum. Þið þurfið að passa vel upp á skráningarblaðið, gæta þess að fá mætingu merkta í í hverri smiðju (fá stimpil) og skila til Ellu ritara ekki seinna en mánudaginn 6. mars. Mætingarskylda er á Gróskudaga. Það getur verið að síðasta smiðja dagsins verði eitthvað lengri en til 14:15, þá biðjum við ykkur um að taka fullan þátt þar til hún endar.

Ef þið viljið breyta skráningu, afskrá ykkur og slíkt, þá getið þið gert það ef þið búið til notendareikning á signupgenius.com. Ef þið lendið í vandræðum með skráningu getið þið sent póst á Kristján enskukennara kristjans@misa.is

Með von um frábæra Gróskudaga

Nefndin

Til baka