Guli dagurinn

9 sep 2024

Guli dagurinn

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. Markmið verkefnisins er að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Á morgun, 10. september, er svo Guli dagurinn og þá klæðumst við gulu til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju en 10. september er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. 

Að gulum september standa fulltrúar frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Nánari upplýsingar um gulan september má finna á heimasíðu geðhjálpar: https://gedhjalp.is/gulur-september/

Til baka