9 jún 2020
Brautskráning Menntaskólans á Ísafirði fór fram 6. júní sl. Dux Scholae er Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir sem útskrifast með hæstu meðaleinkunn í sögu skólans eða frá því að fyrstu stúdentarnir útskrifuðust árið 1974.
Þuríður Kristín er stúdent af náttúruvísindabraut með meðaleinkunnina 9,74.
Samhliða námi í menntaskólanum hefur Þuríður Kristín verið í framhaldsnámi í píanóleik, söngnámi, tekið þátt í leiksýningum skólans og verið í Gettu betur liðinu. Hún er auk þess í hestamennsku og eignaðist einmitt folald daginn fyrir brautskráningu. Þuríður Kristín stefnir á nám í dýralækningum í haust.
Við óskum Þuríði Kristínu innilega til hamingju með glæsilegan árangur.