18 mar 2025
Föstudaginn 28. mars verður Háskólakynning í Menntaskólanum á Ísafirði. Þar verða fulltrúar frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Hólum, Landbúnaðarháskólanum, Háskólasetri Vestfjarða, Lýðskólanum á Flateyri og AFS að kynna sína starfssemi. Viðburðurinn stendur frá kl. 12:30-14 og er opinn öllum.