4 sep 2023
Nemendur í íslensku sem öðru máli fóru á dögunum í heimsókn í Safnahúsið. Sigmar safnvörður sýndi þeim bókasafnið þar sem m.a. er að finna sérstakar hillur með bókum á pólsku og tælensku. Pólska hillan er nokkuð vel útilátin en það má bæta hressilega við tælenska bókakostinn. Að því loknu leiddi Sigmar okkur upp á aðra hæð þar sem er að finna myndlistarsýninginguna "Paradise lost: Daniel Solander's legacy". Sýningin er á vegum sænska sendiráðsins til að minnast náttúrufræðingsins Daniel Solander sem kom m.a. í leiðangur til Íslands á 18. öld.