23 mar 2023
Á dögunum fóru nemendur í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun í heimsókn í Hversdagssafnið hér á Ísafirði.
Í safninu tók Vaida, ein af stofnendum safnsins, á móti nemendum og fræddi þá um tilgang safnsins og þeirra sýninga sem þar eru í gangi.
Meginmarkmið Hversdagssafnsins er að rannsaka hið hversdagslega og venjulega, að koma auga á skáldskapinn sem birtist þegar enginn er að fylgjast með.
Virkilega áhugaverð heimsókn sem opnaði augu margra nemenda fyrir hversdagsleikanum og því sem í honum býr.
Takk fyrir okkur