7 nóv 2022
Nú er hafin innritun í nám á vorönn. Innritun í nám á vorönn stendur yfir frá 1. nóvember - 30. nóvember og fer fram í gegnum Menntagátt. Hægt er að sækja um nám í gegnum Menntagátt hér.
Innritun í fjarnám stendur yfir frá 1. nóvember til 4. janúar 2023. Innritunin fer fram í gegnum INNU og með því að smella hér má finna frekari upplýsingar um fjarnámið og tengil beint á umsóknarvefinn.
Frekari upplýsingar um innritun gefur Martha Kristín Pálmadóttir áfanga- og fjarnámsstjóri, fjarnam@misa.is