8 apr 2019
7. apríl hófst innritun annarra en 10. bekkinga í MÍ. Fjölbreytt námsframboð er í boði sem hægt er að kynna sér nánar á heimasíðu skólans. Margar námsleiðir eru í boði í dagskóla, allir bóknámsáfangar eru kenndir í fjarnámi og nokkrar námsleiðir eru kenndar í dreifnámi sem þýðir að það nám er hægt að stunda með vinnu.
Allar frekari upplýsingar um nám við skólann gefa Heiðrún Tryggvadóttir áfangastjóri og Stella Hjaltadóttir náms- og starfsráðgjafi.
Forinnritun 10. bekkinga hefur nú staðið yfir frá því 8. mars og lýkur henni 12. apríl. Lokainnritun er síðan 6. maí - 7. júní. Innritun annarra en 10. bekkinga lýkur 31. maí.
Hægt er að sækja um nám beint í skólann eða í gegnum Menntagátt.