13 mar 2012
Nemendur frá MÍ tóku þátt í Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík dagana 9. og 10. mars s.l. Keppendur frá MÍ voru fjórir, Brynjar Örn Þorbjörnsson, Óskar Þór Þórisson og Smára Karvel Guðmundsson í málmsuðu og Daníel Frey Jónsson í trésmíði. Keppendur stóðu sig allir með prýði. Alls fóru 15 nemendur suður, ásamt tveimur kennurum, þeim Tryggva Sigtryggssyni málmsmíðakennara og Þresti Jóhannessyni trésmíðakennara. Ásamt því að styðja keppendur og skoða aðrar keppnisgreinar var farið í heimsókn í Borgarholtsskóla og Tækniskólann. Einnig voru heimsótt nokkur iðnfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur þakka fyrir góðan stuðning fyrirtækja í heimabyggð. Myndir og fréttir frá keppninni má sjá á facebook síðu keppninnar.