1 maí 2008
Íslandsmót iðgreina fór fram 18-19 apríl sl. Í málmsuðu kepptu sex keppendur og af þeim voru þrír nemendur í MÍ, þeir Hafþór Ingi Haraldsson, Óskar Ágúst Albertsson og Yngvi Snorrason. Keppt var í þremur mismunandi suðuaðferðum Tig-suðu, Mag- og pinnasuðu. Þeir stóðu sig með ágætum og voru skólanum til mikils sóma þótt ekki tækist að sigra að þessu sinni. Myndir frá keppninni eru komnar á myndasíðuna.