26 jan 2010
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2010! Umsóknarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi. Hægt er að sækja um styrkinn í gegnum netbanka eða Innu, vefkerfi framhaldsskólanna.
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna eiga rétt á að sækja um styrk til jöfnunar námskostnaðar, sbr. reglugerð nr. 692/2003.
Eitt frumskilyrði fyrir styrk er að umsækjandi stundi nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni.
Skilyrði fyrir styrknum er að nemandi hafi gengið til lokaprófs úr a.m.k. 12 einingum á önninni í reglubundnu dagskólanámi.