19 maí 2017
Að venju kvöddu útskriftarnemar kennara og skólann á hefðbundinn hátt í byrjun maí. Kennurum og öðrum starfsmönnum var boðið upp á kræsingar á kennarastofunni fimmtudaginn 4. maí þar sem borð svignuðu undan girnilegum réttum. Föstudaginn 5. maí tóku útskriftarnemar daginn snemma og fóru um allan bæ í búningum til að fagna því að nú hyllti undir lok skólagöngu þeirra í MÍ. Margir bæjarbúar hafa án efa vaknað við fagnaðarlætin. Útskriftarefnin mættu í morgunmat heima hjá skólameistara og komu svo fylktu liði í skólann þar sem nemendur 3. bekkjar stýrðu kveðjuathöfn. Við þökkum þessum nemendum samstarf og samveru á undanförnum árum og óskum þeim alls hins besta í nýjum verkefnum.