9 okt 2008
Hinn árlegi kappróður Menntaskólans á Ísafirði fór fram 9. október og er þetta í áttunda sinn sem keppnin er haldin. Fimm lið tóku þátt í keppninni að þessu sinni en veðrið var ekki eins hagstætt og í fyrri róðrarkeppnum. Að þessu sinni tókst kennurum að fara með sigur af hólmi í karlaflokki en hinar óreyndu "Ungmeyjar" komu öllum á óvart og sigruðu "Stellurnar" í hörkuspennandi keppni. Fleiri myndir úr kappróðrinum eru á myndasíðunni.