Menntaskólinn á Ísafirði hefur skráð nemendur í Landskeppni framhaldsskólanna frá 2018. Landskeppnin er forpróf með 50 krossaspurningum á ensku úr ýmsum greinum líffræðinnar. Mest hafa 29% af menntaskólum landsins tekið þátt frá 2017 en keppnin er flott framtak MR. Með því að leiða þessa keppni er MR að veita íslenskum framhaldsskólanemum möguleika á að taka þátt í árlegri alþjóðalegri líffræðikeppni „International Biology Olympiad e.V." (IBO)“. Tuttugu efstu nemendum í hverri keppni býðst að fara í undirbúningskeppni í Reykjavík fyrir loka valið í Ólýmpíukeppnina sem er haldin að sumri til og alltaf í nýju landi.
Það er ánægjulegt að okkar nemendur hafi sýnt djörfung og dug og keppt 4 sinnum af 5 skiptum sem áttu sér stað frá 2018. Árið 2020 gátu MÍ-ingar sem höfðu skráð sig til keppni ekki verið með vegna ófærðar. Tuttugu MÍ-ingar hafa tekið þátt í Landskeppninni frá upphafi og tveir hafa keppt tvisvar sinnum. Meðal fjöldi keppenda frá skólanum í hvert skipti er fjórir. Hópurinn 2018 var afar öflugur og einn af okkar þátttakendum náði að vera í hópi 5 efstu keppenda á landsvísu, með 30 af 50 mögulegum stigum.
Í ár tóku 3 nemendur þátt, þau Daði Hrafn Þorvarðarson, Lilja Jóna Júlíusdóttir og Viktoría Rós Þórðardóttir, og eru MÍ-ingar afar stoltir af framlagi þeirra. Þeim tveimur sem gekk best í prófinu í ár voru nemendur í MR og voru þeir með 31/50 svörum rétt í prófinu. Einn af okkar nemendum nú var í 21. – 27. sæti af 202 þátttakendum frá 9 skólum sem er afar vel af sér vikið.
Það er gaman þegar okkar fólki gengur vel en það er líka mikilvægt að sýna vilja og getu til að taka þátt í svona viðburði til að fá þekkingu og reynslu í reynslubankann okkar. Takk fyrir þátttökuna unga öfluga fólk.