27 nóv 2020
Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði var haldinn fyrir skemmstu.
Nokkrir nemendur MÍ tóku þátt og er þetta í fjórða sinn sem nemendur MÍ taka þátt í keppninni.
Prófið er samið samkvæmt áherslum ólympíuleikanna í líffræði og byggir á alþjóðlegu námsefni fyrir framhaldsskóla. Keppnin fer fram samtímis um land allt.
Ragnheiður Fossdal er líffræðikennari Menntaskólans á Ísafirði og hefur hún haldið utan um undirbúning og þátttöku nemenda MÍ í keppninni.
Af þeim nemendum MÍ sem tóku þátt í ár stóð Karólína Mist Stefánsdóttir sig best og hlaut hún að launum glænýja útgáfu af líffræðibókinni Biology - a global approach eftir Campbell o.fl.
Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari afhenti Karólínu Mist bókina.