Málmiðngreinar - 100% staða (málmsmíði, málmsuða og rennismíði)
Sérkennari - 100% staða
Stuðningsfulltrúi-25-50% staða
Tréiðngreinar 100% staða
Vélstjórnargreinar - 100% staða
Umsækjendur skulu hafa fullgild kennsluréttindi á framhaldsskólastigi í viðkomandi kennslugreinum sbr. lög nr. 87/2008. Æskilegt er að umsækjandi iðn- og vélstjórnargreina hafi nokkra starfsreynslu í atvinnulífinu. Einnig er æskilegt að umsækjandi um vélstjórnargreinar hafi lokið vélstjórnarnámi D og hafi rétt til að vera 1. vélstjóri á skipi með ótakmarkað vélarafl (skírteini: STCW).
Sérkennari þarf að hafa fullgild kennsluréttindi á framhaldsskólastigi og sérkennsluréttindi sbr. lög nr. 87/2008. Starfið felst í sérkennslu á starfsbraut. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Kennarasambands Íslands sem og stofnanasamningi MÍ. Laun stuðningsfulltrúa eru samkvæmt kjarasamningi SFR og stofnanasamningi MÍ. Starfið felst í stuðningi og aðstoð við nemendur á starfsbraut.
Sóst er eftir starfsmönnum sem hafa til að bera góða samskipta- og skipulagshæfni, þjónustulund, frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, áhuga á að vinna með ungu fólki og taka þátt í þróunarstarfi í kennsluháttum og námsmati og þverfaglegu samstarfi.
Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2015. Í anda jafnréttisstefnu MÍ er hvatt til þess að konur jafnt sem karlar sæki um stöður við skólann. Umsóknum skal skila fyrir 13. júlí 2015 til Jóns Reynis Sigurvinssonar jon@misa.is sem gefur einnig nánari upplýsingar um störfin í síma 896 4636. Sakavottorð skal liggja fyrir við ráðningu.
Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Á heimasíðunni http://.misa.is er að finna upplýsingar um skólann og starfsemi hans.
Skólameistari