Leikfélag MÍ frumsýnir söngleikinn Hárið

16 mar 2021

Leikfélag MÍ frumsýnir söngleikinn Hárið

Það styttist heldur betur í að sýningar hefjist á söngleiknum Hárinu en verkið verður frumsýnt í Edinborgarhúsinu föstudaginn 19. mars kl. 20. Söngleikurinn er eftir þá Gerome Ragni og James Rado og er í þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar. Tónlistin er eftir Galt MacDermont og leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson.

Fjölmargir nemendur koma að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Það er fjölmennt lið leikara og hljóðfæraleikara ásamt þeim sem sinna tæknimálum, hárgreiðslu og förðun ásamt ýmsum þáttum sýningarstjórnar.

Alls eru átta sýningar áætlaðar til að byrja með en mögulega verður hægt að bæta við auka sýningum ef aðsókn verður góð. Miðasala fer fram á netinu þar sem gestir kaupa miða í ákveðin sæti þannig að hægt sé að fara eftir sóttvarnarreglum. Allar sýningarnar hefjast kl. 20. 

Miðasala á Hárið

 

 

Til baka